143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

Dagskrártillaga.

[16:05]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Í anda þess sem hér hefur sífellt verið boðað, m.a. af ráðherrum þessarar ríkisstjórnar; samvinnu, sáttar, breyttra vinnubragða — talað hefur verið um að hlutirnir hafi ekki verið rétt gerðir á síðasta kjörtímabili en menn hafa viljað breyta því. Það er tækifæri til þess að gera það núna ef menn vilja í alvöru hafa samvinnu. Við erum að tala um að hleypa máli á dagskrá. Við erum ekki að tala um að þingmenn stjórnarinnar þurfi að greiða atkvæði með tillögunni þegar hún hefur fengið efnislega umræðu. Ég skil ekki alveg tregðuna við að hleypa málinu á dagskrá. Það er ekki í anda samvinnu og það er ekki í anda sáttastjórnmála.