143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

Dagskrártillaga.

[16:11]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég er á því að þetta mál hefði átt að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu til að byrja með. Þann 16. júlí 2009 greiddi hv. þm. Birgitta Jónsdóttir, sem í dag er í þingflokki Pírata, atkvæði með þeirri breytingartillögu sem þá var lögð fram af hæstv. núverandi fjármálaráðherra Bjarna Benediktssyni um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. (Gripið fram í: Ekki í maí 2012 …) Ástæðan er sú að þessi ákvörðun á heima hjá þjóðinni.

En hér ætlum við aðeins að tala um að setja málið á dagskrá, eingöngu að ræða hvort við ætlum góðfúslega að gefa þjóðinni þetta vald, vald sem hún ætti að hafa, vald sem hún ætti ekki að þurfa að spyrja um, vald sem við ættum ekki að gefa heldur passa að taka ekki burt. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Ég segi já.