143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

dagskrártillaga.

[16:15]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf):

Hæstv. forseti. Ég segi já við þessari dagskrártillögu sem er um að þjóðin fái samhliða sveitarstjórnarkosningum að greiða atkvæði um það hvort við eigum að halda áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið eða ekki líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur boðað og lofað.

Af hverju með sveitarstjórnarkosningum? Ég hygg að það sé af praktískum ástæðum, til að spara (Gripið fram í.) svo sem eins og 250 millj. kr., en ég tek eftir því að núna telur formaður Sjálfstæðisflokksins, á flótta frá loforði sínu, að þessi tillaga sé of seint fram komin (Fjmrh.: Nei, ég hef aldrei …) og að það sé of stutt til þessara kosninga. (Gripið fram í: … honum það.) Sumir segja að það eigi ekki að blanda þeim saman. (KaJúl: Forseti.)

Ég er sammála hæstv. fjármálaráðherra (Forseti hringir.) um að það sé mjög æskilegt að menn geti talað í ræðustól þegar þeir hafa orðið eins og hann hefur ítrekað beðið um.

Ég ítreka að ég segi já við þessari tillögu en við munum reyna að finna leiðir til að uppfylla þá ósk hæstv. fjármálaráðherra að atkvæðagreiðslan fari fram síðar og að þingmál um þjóðaratkvæði komi aðeins fyrr fram.