143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

dagskrártillaga.

[16:23]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég segi já, m.a. til að hægt sé að uppfylla loforð allra stjórnmálaflokka um að þetta mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu einhvern tímann í ferlinu. Ég hef ekki breytt þeirri skoðun minni að það á að vera að loknum samningi en ég samþykki þetta. Við erum að renna út á tíma. Ég þori alveg að lofa þeim sem hafa komið í ræðustól og kvartað yfir því að þingstörfin hafi gengið seint undanfarna daga að ef þessi tillaga verður samþykkt verða þingstörf mun greiðari en undanfarna daga. (Gripið fram í: Er þetta málþóf?) Ég er að gera grein fyrir atkvæði mínu, virðulegi forseti, þarf að vera að kalla fram í það líka?

(Forseti (EKG): Hv. þingmaður hefur orðið.)

Takk fyrir. Ég segi já og tel að það mundi greiða mjög fyrir þingstörfum ef þessi tillaga yrði samþykkt.