143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

lengd þingfundar.

[16:34]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Við erum hér í umræðu um skýrslu sem er búið að gera marklausa og við höfum ekki fengið neinar almennilegar skýringar á því hvernig eigi að fara með þetta mál í þinginu. Ekki trúi ég því að hæstv. utanríkisráðherra ætli að mæla fyrir þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar og Heimssýnar seint í kvöld. Þetta hlýtur að vera eitt af flaggskipum ríkisstjórnarinnar og stjórnarliðar vilja vera hér og fá kastljós á umræðuna í þessu mikilvæga máli þeirra.

En ég er ekki að hugsa um stjórnarmeirihlutann þegar ég greiði atkvæði gegn kvöldfundi heldur tel ég, miðað við þá fundarstjórn sem hér hefur verið og svaraleysi um meðferð þessarar skýrslu, algerlega óþarft að hafa þingfundi fram eftir öllu enn eitt kvöldið.