143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

um fundarstjórn.

[17:32]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Ég vil enn gera alvarlegar athugasemdir við fundarstjórn forseta. Hér ganga hæstv. ráðherrar um, fleygja pappírum í þá sem standa í ræðustóli Alþingis og hafa þar fullan rétt til að tjá sig, og trufla hv. þingmenn í ræðustóli. Ef þeir eru ekki í því eru þeir flissandi og hrópandi hér úr hliðarsölum.

Hæstv. forseti. Ég hlýt að krefjast þess að forseti taki á þessum málum og komi skikki hér á það hvernig hæstv. ráðherrar haga sér gagnvart hv. þingmönnum sem eru í fullum rétti til að tjá sig úr þessum ræðustóli sem er nú tákn lýðræðisins meðal annars.