143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[18:22]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka fyrir ræðu hv. þingmanns. Það sem ég velti fyrir mér er málsmeðferðin á skýrslunni. Væri ekki gagnlegt, út af því að nú er verið að gera aðra skýrslu, að hafa þær tvær skýrslur samhliða hér þegar við fjöllum um þetta málefni? Einmitt vegna þess að fólk túlkar ýmsa hluta þessarar skýrslu á mismunandi hátt, svona eftir því hvort það setur á sig með ESB eða á móti ESB-gleraugun. Og svo er fólkið inni á milli sem er ekki búið að gera upp hug sinn, sem ég held að séu ansi margir, þar á meðal ég.

Telur hv. þingmaður að það mundi verða gagnlegt að skoða báðar þessar skýrslur samhliða, eða á einungis að skoða þessa sér og síðan hina þegar búið er að ákveða að slíta viðræðunum? Er það ekki dálítið einkennilegt ferli á málinu (Forseti hringir.) svona almennt séð hér í (Forseti hringir.) þingsal og í störfum þingsins?