143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[18:58]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil gera við það athugasemd að nú var að ljúka hér ræðu hv. þm. Birgittu Jónsdóttur sem er þingmaður Pírata og í salnum eru hvorki utanríkisráðherra né formaður utanríkismálanefndar. Hv. þingmaður hefur farið fyrir Pírötum. Hún hefur verið fulltrúi í utanríkismálanefnd á síðasta kjörtímabili. Mér finnst enginn bragur á því ef utanríkisráðherra fylgir ekki eftir tillögu sinni. Næstur á mælendaskrá er annar þingmaður Pírata. Mér finnst þetta ekki boðleg vinnubrögð. Mér finnst að utanríkisráðherra eigi að sjá sóma sinn í að sitja í þingsal meðan til umræðu er tillaga sem hann ber ábyrgð á og mér finnst eðlilegt, í ljósi þess að við höfum margítrekað óskað eftir upplýsingum um hvernig meðferð (Forseti hringir.) tillögunnar verður í nefnd, að hér sitji líka formaður utanríkismálanefndar.