143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[18:59]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég er hjartanlega sammála, mér finnst það ótrúlegur dónaskapur að utanríkisráðherra vilji ekki eiga við mig samtal eða Pírata um þetta mál. Mér finnst líka mjög dónalegt að formaður utanríkismálanefndar sé ekki hér til þess að ræða nákvæmlega það sem ég gerði að miklu umtalsefni í ræðu minni, sem er verklagið. Verklagið skiptir öllu máli eða erum við að gefa skít í það hvernig við ætlum að haga vinnu okkar á Alþingi? Nóg hefur nú verið samt, forseti, undanfarið. Það er ekki til þess að auka virðingu Alþingis að ráðherra sem leggur mál á dagskrá sé ekki í þingsal til þess að svara og taka þátt í umræðum. Það er bara dónaskapur og ekkert annað.

Ég óska eftir því, áður en hv. þm. (Forseti hringir.) Helgi Hrafn Gunnarsson tekur til máls, að ráðherra komi samstundis í þingsal ásamt formanni utanríkismálanefndar.