143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[19:15]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Það stendur í 2. mgr. 56. gr. þingskapalaga, með leyfi forseta:

„Vísa má skýrslu til nefndar. Sé það gert skal fresta umræðunni og henni eigi fram haldið fyrr en einni nóttu eftir útbýtingu nefndarálits.“

Svo segir að við framhald umræðunnar gildi að nýju ákvæði þingskapa um ræðutíma um skýrslur.

Mig langar til þess að beina því til hæstv. forseta að hann skýri það út, af því að hér kom fram hjá hv. þm. Birgi Ármannssyni, formanni utanríkismálanefndar, að ekki væri nein sérstök ástæða til þess að gera nefndarálit, hvort einhver vafi leiki á því að gera þurfi nefndarálit ef skýrslu er vísað til nefndar.