143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

um fundarstjórn.

[20:16]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F):

Virðulegi forseti. Ég fór afsíðis og hlustaði á þetta viðtal sem fyrirsögn Vísis virðist byggja á og sem fyrirsögn Ríkisútvarpsins virðist líka byggja á. Ég verð að segja það að mér finnst miður að þessir tveir fjölmiðlar, sem við hefðum haldið að væru ábyggilegir og trúverðugir, skuli slá upp slíkum fyrirsögnum þegar ekkert kemur fram í viðtalinu, sem var tekið við mig hér niðri, annað en að ég standi enn við orð mín og ég bað hv. þingmann afsökunar.

Ég hvet þingmenn og þá sem eru ef til vill að fylgjast með þessari þingrás að fara inn á vef Ríkisútvarpsins og hlusta á Spegilinn, hlustið á hann. Þar stendur að sjálfsögðu enn það sem ég sagði í gær. Ég átti ekkert að segja þetta við hv. þingmann þegar hann var í ræðustól.