143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[21:19]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mig langar að þakka hv. þm. Róberti Marshall fyrir góða ræðu. Hann kom aðeins inn á skýrsluna og að hún væri samkvæmt ákveðinni forskrift. Ég nefndi það einnig í ræðu minni á mánudaginn það sem hæstv. ráðherra hafði talað um, að ekki væri ástæða til að taka mark á annarri skýrslu, sem við vitum að er væntanleg, vegna þess að hún væri jú pöntuð samkvæmt ákveðinni forskrift. Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort hann tekur undir þá skoðun mína að ef sett eru fram tiltekin efnisatriði sem eiga að vera í samræmi við stjórnarsáttmálann, hvort það geti talist óvilhöll framsetning eða ekki samkvæmt forskrift.