143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið .

320. mál
[21:28]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Í þessari umræðu höfum við verið að fá alla vikuna fleiri og fleiri dæmi um yfirlýsingar ráðamanna ríkisstjórnarinnar í aðdraganda síðustu kosninga og eftir síðustu kosningar, sem eru svo átakanlega misvísandi miðað við þá stöðu sem uppi er í dag að mér finnst það grafalvarlegt. Ég er þeirrar skoðunar að ríkisstjórnin eigi eftir að bíta úr nálinni með þetta mál allt saman og glíma við pólitíska eftirskjálfta í nokkuð langan tíma. Ef menn ætla að afgreiða mál með jafn afdrifaríkum hætti verða þeir auðvitað að geta undirbyggt það með rökum sem fólk hefur einhvern skilning á. Rökin „ómöguleiki“ og það sem menn hafa haldið fram er óskiljanlegt. Þau rök (Forseti hringir.) voru jafn mikið til staðar (Forseti hringir.) fyrir síðustu kosningar eins og nú.