143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið .

320. mál
[22:12]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég kveð mér hljóðs undir fundarstjórn forseta enn eina ferðina. Það er margoft búið að inna hæstv. utanríkisráðherra eftir því hver sé háskinn í málinu, hví þurfi að koma þingsályktun hans á dagskrá meðan við erum enn með þessa skýrslu í þinglegri meðferð. Ég á hér eftir fimm mínútna ræðu um efnismikla skýrslu. Enn veit ég ekki hvort þetta er í síðasta skipti sem ég hef tækifæri til að tjá mig um hana í þingsal. Það er mjög einkennileg staða sem þingmenn eru settir í, að vita ekki um málsmeðferð þeirra þingskjala og þingmála sem til umfjöllunar eru í þinginu. Það hlýtur að hafa veruleg áhrif á umræðuna og rýra gildi hennar.