143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið .

320. mál
[22:14]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir óskir um að það komi skýrt fram hversu lengi ætlunin er að halda áfram í kvöld. Klukkan er orðin korter yfir tíu. Ég man ekki eftir að staðið hafi á skýringum frá forseta um fyrirhugaða lengd þingfunda á þessum tíma kvölds. Það hefur alltaf verið frekar útbært af forsetastóli yfirlýsingar um það hversu lengi verði haldið áfram þegar komið er fram yfir kl. tíu á kvöldin. Það er ástæða til að inna eftir því vegna þess að í fyrramálið eru nefndarfundir o.s.frv., og ágætt að fá að vita hvaða fyrirætlanir hæstv. forseti hefur um þinghaldið. Þetta er svolítið skrýtið. Við höfum boðið hér samkomulag ítrekað en það virðist enginn áhugi vera á slíku. Við viljum þess vegna fá að vita hvert þetta einstefnustjórnarfar er að fara hér í þinginu.