143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[22:41]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Nú hefur hann mikið verið í umræðunni sá vilji innan Evrópusambandsins að gera það að enn sterkari heild og hafa yfirstjórn, miðstýringu og meira vald, að um verði að ræða ríkjasamband líkara því sem Bandaríkin eru. Ákveðinn þrýstingur hefur verið í þá áttina frá stærstu ríkjunum innan Evrópusambandsins. Telur hv. þingmaður að mál þróist í þá átt að sambandið verði líkara Bandaríkjunum, sambærileg yfirstjórn, eða að það verði með svipuðum hætti og núna, að það séu sjálfstæð ríki innan þess bandalags.

Síðan langar mig að heyra um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins í stuttu máli.