143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[22:42]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Allt þetta á einni mínútu, ég þarf aldeilis að setja í gírinn. Nei, ég tel að það verði ekki í okkar tíð, ekki í tíð barnabarna minna og ekki í tíð barnabarnabarna minna að Evrópa verði sambandsríki. Þetta eru 28 sjálfstæð ríki og ég sé það ekki fyrir mér að neitt af þeim afsali sér sjálfstæði sínu.

Það er hins vegar alveg ljóst að meðal þeirra ríkja sem eru með evruna verður um að ræða nánara samstarf en það þýðir ekki að til verði sambandsríki. Stungið er upp á því að skipast á upplýsingum um fjárlög o.s.frv., en það er talað um að skiptast á upplýsingum. Ég sé það ekki fyrir að eitthvert ríki í Evrópusambandinu mundi samþykkja það að einhverjir aðrir en þeirra eigin þing ákveði fjárlög í þeirra landi. Aldrei.