143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[23:25]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka þingmanninum ágæta ræðu og það sem hann fór yfir í sögulegu ljósi um Evrópuumræðuna á Íslandi.

Hv. þingmaður lagði ríka áherslu á að vilji lægi fyrir til að ganga í sambandið ef fara ætti í aðildarviðræður. Ég vil samt benda á í þessu sambandi að í flestum tilfellum þegar ríki hafa gerst aðilar að Evrópusambandinu er það að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar þess að samningur liggur fyrir. Þar hefur ekki legið fyrir augljóst — það verður sem sagt gengið úr skugga um það þegar samningurinn liggur fyrir hvort fólk meti hann góðan.

Við getum haft skiptar skoðanir um þetta, en ég velti fyrir mér hvað hv. þingmanni finnst um það að á þessum stað í ferlinu eigi algjörlega að líta fram hjá mögulegum vilja kjósenda og að þingið taki þessa ákvörðun (Forseti hringir.) skyndilega með tilkomu þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar.