143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið (skýrsla).

320. mál
[23:33]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Það skiptir raunverulega máli fyrir okkur, sem rennum að sjálfsögðu hýru auga til allra sáttaleiða, um hvað verður spurt. Efni spurningarinnar skiptir lykilmáli, eins og hv. þingmaður hefur komið inn á.

Ég vil benda á orð fyrrverandi hv. þingmanns, Ragnars Arnalds, sem segir að ef hann skilji þingsályktunartillöguna rétt, þetta er ekki orðrétt haft eftir honum, telji hann að þingflokkur Vinstri grænna, eða flestir, ættu að styðja þá þingsályktunartillögu sem hæstv. utanríkisráðherra hefur lagt fram. Þess vegna spyr ég hv. þingmann hvort hann sé sammála því mati Ragnars Arnalds að Vinstri grænir ættu að (Forseti hringir.) styðja tillögu ríkisstjórnarinnar.