143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[23:34]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Atkvæðagreiðsla hefur ekki farið fram og umræða um aðkomu að atkvæðagreiðslu um tillöguna hefur ekki verið til lykta leidd innan þingflokks okkar. Það sem við höfum sammælst um er sú tillaga sem þingflokkurinn ber fram, og ég hef lýst hér, og byggir á ákveðinni sáttaleið, hygg ég vera.

Svo ég svari spurningunni beint varðandi tillögu ríkisstjórnarinnar, að til þess að ég gæti samþykkt hana þyrfti að botna hana með tilvísan í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og ég hef gert grein fyrir.