143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[23:36]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Tillagan sem Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur lagt fram er ákveðin málamiðlun í þessu öllu saman. Stjórnin vill slíta viðræðum afdráttarlaust. Jú, að sjálfsögðu er kallað eftir því að þingsályktun heimili það o.s.frv., en stjórnin er ekki tilbúin að hleypa neinu fram fyrir þá þingsályktunartillögu, þ.e. hún er ekki tilbúin til að neitt annað sé rætt á þinginu umfram það, fram fyrir það. Hún er ekki tilbúin að hleypa fram fyrir það tillögu um að þjóðin fái að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu samfara sveitarstjórnarkosningum hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram eins og lagt hefur verið til af Samfylkingu, Pírötum og Bjartri framtíð. Þetta er staðan sem við stöndum frammi fyrir.

Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur komið með tillögu. Kannski að Ögmundur útskýri það fyrir okkur.