143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[23:46]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Það er að nálgast miðnætti og verður að teljast nokkuð óvenjulegt að forseti hefur ekki heiðrað okkur með upplýsingum um hvernig hann hyggst halda fundi áfram. Það hefur verið ágætisháttur á hvað það varðar undanfarið, forseti hefur upplýst þingheim um það hvernig áformin líta út, hvað standi til að gera. Boðaðir hafa verið nefndarfundir í fyrramálið og ýmislegt sem þingmenn þurfa að skipuleggja sig með að ég nefni ekki þá staðreynd að enn þá erum við að ræða skýrslu sem liggur ekki almennilega fyrir hvað á að gera við eða hvaða stöðu á að hafa í framhaldinu. Þetta er allt svona frekar óhönduglegt en ég óskaði eftir því, og ég hef gert það áður hér í kvöld, í fullri alvöru að fá að vita það hjá virðulegum forseta hver áformin eru um lengd þingfundar í kvöld.