143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið (skýrsla).

320. mál
[23:59]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég ætlaði að leiðrétta misskilning hv. þm. Höskuldar Þórhallssonar en hann er farinn. Það breytir því ekki að ég tel rétt að svar mitt skráist í bækur þingsins þannig að ég ætla að halda áfram.

Það sem ég var að reyna að segja áðan var að ég hafði varla upplifað það áður að klukkan væri alveg að verða 12 á miðnætti og við vissum ekki hvað við ættum að funda lengi. Ég held að við höfum oft verið lengur en til miðnættis en þá vissum við það, á þeim stutta tíma sem ég hef verið hér vissum við það alltaf og höfðum einhverja hugmynd um hvað við yrðum lengi. Ég var sannast að segja að vona þegar klukkuna vantaði korter í 12 að við yrðum hér til 12. Það skýrir það kannski að ég kom þessu ekki rétt frá mér áðan að ég er orðin svolítið lúin. Það er náttúrlega ekki gott fyrir fólk að vera í alvarlegum umræðum þegar það (Forseti hringir.) er orðið lúið.