143. löggjafarþing — 69. fundur,  27. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið (skýrsla).

320. mál
[00:02]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er einkum tvennt sem mig langar að ræða, annars vegar að hæstv. forseti svaraði því ekki áðan sem til hans var beint varðandi það hvort nýtt mál yrði tekið á dagskrá hér í nótt. Hvort sem við fundum til 2 eða 4, það er ekki heila málið, væri gott að vita það. Ég tek undir með formanni Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs að það er afar óheppilegt að ætla að fara að mæla fyrir nýju máli undir morgun. Það er mjög æskilegt að vita það ef umræða um skýrsluna klárast hvort forseti mun láta gott heita eða hvað.

Varðandi það sem hv. þm. Höskuldur Þór Þórhallsson sagði áðan þá man ég að þeir áttu samtal hér, hann og hv. þm. Pétur H. Blöndal, í Icesave-umræðunni. Þeir töluðu hvor við annan held ég til hálfsex eða álíka um morguninn. Það var kannski ekki mjög efnisleg umræða í sjálfu sér en það er annað mál. Það skiptir máli að vita hvort umræðan á að standa fram eftir, (Forseti hringir.) hversu lengi og hvort nýtt mál verður tekið fyrir, um það snýst þetta líka.