143. löggjafarþing — 69. fundur,  27. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[01:22]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég var að telja saman tímana frá því að ég hóf störf hér í gær. Það eru orðnir hátt í 17 tímar sem ég hef verið að störfum og ég tel það ekki vera eðlilegt. Ég veit að atvinnubílstjórar hafa skífu í bílum sínum sem stoppar það að vinna lengur en einhvern ákveðinn tíma. Ég sem gamall verkalýðsformaður tek ekki svona í mál, hæstv. forseti. Flugmönnum og fleirum úr slíkum stéttum er skylt að hafa lögbundinn hvíldartíma. (Gripið fram í: 11 tíma.) Já, 11 tíma, hvorki meira né minna. Við erum komin langt fram yfir það og við hér á löggjafarsamkundunni sem gegnum veigamiklu hlutverki eigum auðvitað ekki að brjóta vinnuverndarlög og vinnulöggjöfina með þessum hætti.

Sumir þingmenn eru búnir að vera hér svo lengi að þeir hafa elst um eitt ár eins og hv. þm. Bjarkey Gunnarsdóttir sem á afmæli núna. [Hlátur í þingsal.]