143. löggjafarþing — 69. fundur,  27. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[01:28]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég þakka forseta fyrir það að upplýsa að ekki verði tekin fleiri mál á dagskrá í nótt. Þá liggur það fyrir að um tíu þingmenn eru á mælendaskrá. Það gæti tekið um þrjá til fjóra tíma að ljúka þeim umræðum ef maður miðar við andsvör og hinar hefðbundnu fyrirspurnir um lengd þingfundar. Það er þá líka ljóst að hæstv. utanríkisráðherra mun mæla fyrir tillögu sinni á morgun, einhvern tíma um miðjan dag eða svo. Er það ekki bara ágætt?

Úr því að menn vilja ekki fá fleiri myndlíkingar úr sjómannamáli þá spyr ég: Er ekki kominn tími til að skvetta vatni á eldinn og kalla á hundana? Er þá ekki þessi veiðiferð búin? [Hlátur í þingsal.]