143. löggjafarþing — 69. fundur,  27. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið (skýrsla).

320. mál
[01:31]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég þakka virðulegum forseta hrein svör sem hafa komið fram. Það er alveg hárrétt hjá þeim hv. þingmanni sem talaði á undan mér að það hafa í rauninni engin svör borist við því af hverju okkur er haldið hér á næturfundum þegar febrúarmánuði er ekki lokið og talsverður tími eftir af þinginu. Það vekur mér enn þá spurnir.

Ég tek líka undir með hv. þm. Róberti Marshall sem talaði áður. Það er eðlilegast að fara að ljúka þingfundi. Það liggur nokkurn veginn fyrir hvernig dagskrá þingsins getur orðið á morgun. Vonandi verður hægt að hafa hana nokkuð skilvirka. Ég mundi telja það affarasælast að menn færu að slíta þingfundi og hvet virðulegan forseta til að íhuga það.