143. löggjafarþing — 69. fundur,  27. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið (skýrsla).

320. mál
[02:01]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Mig langaði að nota tækifærið og koma hingað upp og spyrja út í fyrirætlan forseta varðandi fund. Það er komið að fyrstu ræðu hv. þm. Svandísar Svavarsdóttur sem er núna fyrst að taka þátt í efnislegri umræðu þessa máls og ég velti fyrir mér hvort hæstv. forseta þykir bragur að því að menn flytji sína fyrstu ræðu um málið klukkan að ganga þrjú að nóttu. Mér finnst það sjálfum ekki neitt sérstaklega eftirsóknarvert. Það eru fáir í salnum og án efa ekki mjög margir að fylgjast með, þó að auðvitað sé þetta sýnt á morgun á alþingisrásinni á einhverjum tímapunkti. Ég held að ég mundi vilja stinga þeirri hugmynd að forseta að fundi yrði frestað núna á þriðja tímanum og við mundum mæta hér fersk til fundar í fyrramálið.