143. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2014.

dagskrá fundarins og kvöldfundir.

[10:48]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég þakka forseta fyrir að hafa frumkvæði að því að formenn hittust áðan, en þá brá svo við að formenn ríkisstjórnarflokkanna komu ekki með neitt, engar tillögur um það hvernig við ætlum að klára þetta mál á Alþingi. Við höfum nákvæmlega engan ramma. Það var ekkert tilboð. Það sem ég krefst eftir þennan fund, út af því að þar fékk ég engin svör, er að við fáum að vita af hverju er verið að reyna að hasta þessu máli í gegnum þingið án nokkurra skýringa. Almenningur á rétt á því. Ein af ástæðunum fyrir því að fólk er hérna fyrir utan á hverjum degi er að það skilur ekki hvað er í gangi á hinu háa Alþingi.