143. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2014.

kosningaloforð og efndir.

[11:31]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Hér var hvorki spurt um Bjarna Benediktsson né Steingrím J. Sigfússon. Hér var spurt um hæstv. menntamálaráðherra Illuga Gunnarsson. Það var spurt einfaldrar spurningar. Það er mikilvægt fyrir okkur alþingismenn og fyrir Íslendinga alla að geta treyst loforðum ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Þegar allir ráðherrar eins stjórnmálaflokks svíkja ótilneyddir nýlega gefin stór loforð, hvernig á að vera hægt að taka mark á loforðum þeirra hér eftir?

Hæstv. ráðherra hefur sagt: Ég skipti um skoðun. Og ég spyr: Áskilur hann sér rétt til þess að ganga frá öllum loforðum sem hann gefur sem ráðherra ef hann skiptir um skoðun?