143. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2014.

um fundarstjórn.

[11:44]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Það er ánægjulegt að hæstv. mennta- og menningarmálaráðherra rifjar upp þetta atvik og spurning hvort hann vilji síðan deila með okkur framvindu málsins og hvað gerðist eftir þetta.

Hins vegar vil ég geta þess sérstaklega að það er mér mikið umhugsunarefni að því er varðar stöðu og sjálfstæði þingsins, stöðu forseta og okkar sem erum hér og höldum uppi þingstörfum, þegar forusta ríkisstjórnarflokkanna og formenn flokkanna eru komnir að borðinu, þá er ekki lögð fram nein hugmynd til lausnar af hendi meiri hlutans.

Ég vil lýsa því yfir að ég styð hæstv. forseta eindregið í því að gæta hagsmuna og virðingar þingsins í þeim samtölum. Það er óþolandi fyrir þingið að búa við það og vera undir það sett að bíða (Forseti hringir.) eftir því að hæstv. forsætisráðherra (Forseti hringir.) og/eða hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra (Forseti hringir.) komi með eitthvað (Forseti hringir.) á borðið. (Forseti hringir.) Höfum við ekki (Forseti hringir.) öll tök á því (Forseti hringir.) að vinna dagskrána (Forseti hringir.) og klára okkar (Forseti hringir.) samkomulag eftir atvikum á (Forseti hringir.) forsendum þingsins?