143. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2014.

um fundarstjórn.

[11:55]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Það er margt sem þingið má fara að setja sér einhver viðmið um þannig að það sama gildi um alla.

Virðulegi forseti. Það sem ég vil gera að umtalsefni er ósk til forseta, og ég bið hann um viðbrögð við því að gert verði hlé á þessum fundi núna og þingflokksformenn kallaðir saman í staðinn fyrir að bíða til klukkan hálfeitt. Eins og fram hefur komið höfum við lagt fram tillögur til sátta, efnislegar tillögur, og ég held að máli skipti að við fáum eitthvað efnislegt til baka, einhver viðbrögð við þeim. Annars er það bara sýndarmennska að hér eigi sér stað eitthvert samtal. Það er ekki hægt að láta okkur bíða dag eftir dag eftir einhverjum efnislegum viðbrögðum við því sem fram er lagt og mönnum er boðið. Ég vil því óska eftir að hæstv. forseti geri þetta núna þannig að við getum haldið með eðlilegu móti áfram.