143. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2014.

um fundarstjórn.

[11:59]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti er seinþreyttur til vandræða. En nú þykir forseta skörin vera farin að færast upp í bekkinn. Forseti tilkynnti það strax hér fyrr í morgun þegar tilefni gafst til og hann hafði tóm til að ætlunin væri að halda fund með þingflokksformönnum í hádeginu. Síðan er allt í einu farið að gera það að stórmáli hvort það sé gert núna strax eða klukkan eitt þegar hádegisverðarhlé er. Ég vil nú biðja hv. þingmenn að sýna ákveðna sanngirni í þessum efnum þegar verið er að reyna að greiða fyrir þingstörfum af hálfu forseta.