143. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[12:09]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðu hans. Ég hjó eftir því fyrr á fundinum að hv. þingmaður sagði að með þeirri tillögu sem stjórnarflokkarnir hafa illu heilli komið fram með í Evrópumálunum væru þeir að taka réttinn af komandi kynslóðum til að taka afstöðu í þessu grundvallarhagsmunamáli íslensku þjóðarinnar, hvort við erum aðilar að Evrópusambandinu eða ekki. Ég vil biðja hv. þingmann um að skýra hvað hann á við með því.