143. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[12:11]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið og vil inna nánar eftir því.

Telur hv. þingmaður að sú framganga að afturkalla fyrst og ein þjóða umsókn sem þjóðþingið sjálft hefur sent inn um aðild að sambandinu rýri svo trúverðugleika Íslands að jafnvel þó að þingið skipti um skoðun, eins og hæstv. menntamálaráðherra hefur lagt áherslu á að sé mikilvægt að fólk geri, og vildi á síðari stigum fara í viðræðurnar og ljúka þeim, t.d. vegna mjög breyttra aðstæðna í efnahagsmálum þjóðarinnar eða blikum á lofti í alþjóðamálum, yrði gagnaðilinn ekki tilbúinn til þess að taka upp þráðinn vegna þeirra fordæmalausu framgöngu sem þessi afturköllun væri?