143. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[12:13]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir bæði ræðuna núna og ræðuna sem hann hélt í gær. Ég verð að segja að mér finnst tíminn sem við höfum til þess að ræða um skýrsluna allt of lítill. Mig langaði að spyrja þingmanninn hvort hann telji þessa skýrslu og eftirmála hennar eiga skilið eitthvað betra en að nefndarálitið sé kallað ritdómur. Hvort þingmaðurinn kannist við að almennt sé litið á nefndarálit þegar fjallað er um skýrslur sem einhvers konar ritdóma. Og jafnframt langaði mig að spyrja — ég hef ekki tíma, ég verð að spyrja næstu spurningar í síðara andsvari.