143. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[12:37]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Þær eru nokkuð misjafnar kröfur hv. þingmanna stjórnarandstöðunnar. Í mestu auðmýkt var veittur hér afsláttur af hv. þingmanni Pírata, en hv. þingmanni Samfylkingar bætti um betur og nú á alltaf að vera fullur þingsalur. Það má að vísu ekki benda á eitthvað í fortíðinni, að sjálfsögðu, en ég kannast bara ekki … (Gripið fram í.) (Gripið fram í: Talaðu um fortíðina.) — Virðulegi forseti, við vorum að ræða við hv. þingmenn Samfylkingar í morgun um að það mætti ekki flissa í hliðarsal eða vera með frammíköll og ég hef varla komist að fyrir hv. þingmönnum Samfylkingarinnar síðan því að þeir grípa svo mikið fram í.

Ég hvet nú hv. þingmenn Samfylkingarinnar til að íhuga örlítið, bara örlítið, hvort það sé skynsamleg og eðlileg krafa að fara fram á að allir þingmenn séu í salnum í hvert skipti sem við ræðum þau mikilvægu mál sem við ræðum hér. Þetta er vinsamleg ábending til hv. þingmanna Samfylkingarinnar.