143. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[17:02]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir spurningarnar. Í fyrsta lagi: Ef það væri flýtir á málinu hefðum við lagt þetta fram í sumar. Í öðru lagi er að mínu viti ekki gengið lengra en sáttmálinn segir. Gleymum því ekki að stjórnarsáttmálinn og flokkssamþykktir beggja flokka segja að hag okkar sé best borgið utan Evrópusambandsins.