143. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[17:17]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hv. þingmanni er tíðrætt um mótmæli. Fólk á að mótmæla ef það er óánægt, það er sem betur fer réttur Íslendinga að gera það. Þingmaðurinn gleymir hins vegar mótmælum sem hér voru oft við þingsetningar á síðasta kjörtímabili og voru þær æði skrautlegar.

Ég vona (Gripið fram í.)svo sannarlega að við lendum ekki … (Gripið fram í.) að sjálfsögðu. Ég vona að við lendum ekki í því að upplifa slíkt ástand aftur, eins og við höfum séð, enda engin ástæða til þess heldur. Hv. þingmaður spyr einnar spurningar, hvort utanríkisráðherra vilji ekki draga tillöguna til baka í heild af því að hún er vond og vitlaus, eins og ég held að hann hafi orðað það. Svarið við því er nei.