143. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[18:29]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég verð að segja að ég vil sem mest frelsi í gjaldeyrismálum og vil í raun og veru að menn geti notað þá mynt sem þeir vilja. Ég tel að það sem hefur gerst í íslensku atvinnulífi sé jákvætt að því leyti að ef fyrirtæki velja að gera upp í öðrum gjaldmiðlum er það jákvætt.

Ég verð hins vegar að segja að mér finnst, og þá tala ég út frá eigin persónulegri skoðun, að við getum náð bestum árangri með því að lifa með krónunni, kostum hennar og göllum, með því að reyna að haga efnahagsmálum okkar með þeim hætti að við njótum kostanna og lágmörkum gallana.