143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

fundur forseta með formönnum þingflokka o.fl.

[15:17]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég tek undir með félögum mínum, mér finnst það stórkostlega furðulegt fyrirkomulag að við fáum hér fundarboð frá forseta. Ég beið alla síðustu viku eftir að fá fundarboð frá hæstv. forsætisráðherra. Nú er hvorki hæstv. forsætisráðherra né hæstv. fjármálaráðherra hér í þingsal þannig að þeir geta væntanlega ekki upplýst okkur um hvenær við eigum að funda með þeim. Mér finnst þetta stórkostlega — ég veit ekki hvað á eiginlega að kalla þetta, ég skil ekki svona vinnubrögð. Ég vona að það komi eitthvað vitrænna út úr þessum fundi en háttalag þessara forustumanna ríkisstjórnarinnar hefur sýnt undanfarnar vikur.

Ég geri svo sem ráð fyrir því að við úr stjórnarandstöðunni séum enn með útrétta hönd, en (Forseti hringir.) það þarf að koma eitthvað stórkostlegt til þess að við náum hér sáttum.