143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

fundur forseta með formönnum þingflokka o.fl.

[15:27]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Herra forseti. Það má eiginlega segja að ég sé sammála hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni. Ég legg til að við gerum þinghlé á meðan við formenn förum yfir málin og sjáum hvort ekki sé einhver flötur á málamiðlun. Mér finnst engin ástæða til að við höldum áfram með dagskrá sem er óráðin og einungis til þess gerð að skapa hér úlfúð. Ég er sannfærð um það að ef við fáum tóm til að fara yfir þessa hluti — ég vil fá að vera hér í þingsal á meðan þingfundur stendur yfir um þetta mál. Ég ætlast til þess að gert verði hlé á meðan formenn flokkanna funda.