143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

fundur forseta með formönnum þingflokka o.fl.

[15:38]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf):

Hæstv. forseti. Miklar væntingar voru bundnar við það þegar hæstv. forseti kom með úrskurð um að nefndavikan yrði nýtt til þess að funda.

Mig langar að spyrja hæstv. forseta til að við séum með réttar upplýsingar: Hvað gerðist? Af hverju var þessi fundur ekki haldinn? Hvernig leitaði hæstv. forseti hófanna við formenn stjórnarflokkanna? Neituðu þeir að funda eða var málið bara sett í þeirra hendur og síðan gerðist ekki neitt?

Mér finnst þetta skipta máli vegna þess að þetta varðar líka störf hæstv. forseta sem hafa verið til fyrirmyndar að flestu leyti. Þarna tók hann frumkvæði en hefur svo verið snupraður fullkomlega. Mér finnst skipta máli að vita hvað gerðist.