143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

aðildarviðræður við ESB.

[16:22]
Horfa

Heiða Kristín Helgadóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Takk fyrir þetta. Ég skildi ummæli frá Evrópusambandinu í síðustu viku þannig að engin þörf væri á því að slíta viðræðum. Ég get skilið sjónarmið forsætisráðherra og annarra sem hafa komið fram en úr því sem komið er og úr því að af stað er farið og miðað við hversu langt við erum komin inn í þetta ferli blasir það alls ekki þannig við mér að þetta sé rökrétt niðurstaða. Þá langar mig að spyrja forsætisráðherra: Hvert á þá að fara í staðinn? Hvert erum við að fara og hvaða umboð telur forsætisráðherra sig hafa fyrir því ferðalagi miðað við þau loforð sem gefin voru í síðustu kosningum, sem ég held að mjög margir hafi bundið töluvert miklar væntingar við?