143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

beiðni um hlé á þingfundi.

[16:32]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegur forseti. Það er gott að búið sé að fá niðurstöðu í það hvenær þessi fundur fari fram á milli formanna flokka og ágætt að búið sé til rými til þess að þingflokkar geti fundað. En mér finnst samt sem áður mjög undarlegt að hefja umræðu um þetta mál eins og það geti ekki orðið einhverjar vendingar í því eftir bara klukkutíma. Mér þætti því ekki óeðlilegt að menn mundu gera hlé á þessum þingfundi og hefja svo umræður að loknum fundi formanna þegar fyrir liggur hvort náðst hefur niðurstaða um sættir eða lendingu. Mér finnst það mjög undarlegt að ræða málið í 45 mínútur í þeirri fullkomnu óvissu sem er um framvindu þess.