143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

beiðni um hlé á þingfundi.

[16:38]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Það er þannig að það mál sem hér er verið að ræða um, þriðja dagskrármál, er næst á dagskrá. Á því var sameiginlegur skilningur að umræða um önnur mál sem þar koma á eftir væri sömuleiðis undir og væri gert ráð fyrir því að þegar umræðu um þriðja dagskrármálið lyki gætu þau mál sem þar á eftir koma gengið umræðulítið eða umræðulaust til nefndar. Forseti getur auðvitað ekki komið í veg fyrir það, ef einhver hv. þingmaður vill tala um þau mál sem á eftir koma, að þau séu rædd. Þess vegna kaus forseti að orða það svo á þessum umrædda fimmtudegi. Þannig var skilningur málsins.