143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

beiðni um hlé á þingfundi.

[16:54]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill vekja athygli á því að þessi dagskrá hefur legið fyrir frá því á laugardag. Það er ekki þannig að dagskráin sé í lausu lofti, hún hefur legið klárlega fyrir. Hv. þingmönnum var í raun og veru ekkert að vanbúnaði að hefja efnislega umræðu mun fyrr á deginum. Það var hins vegar kosið að koma að málum með þeim hætti sem hér hefur verið þannig að nú hafa staðið yfir umræður linnulítið um fundarstjórn forseta frá því klukkan þrjú með örstuttu inngripi undir dagskrárliðnum óundirbúnar fyrirspurnir.

Forseti vill segja það hreint og klárt að hann telur að fram hafi komið ákaflega lítill vilji til að koma til móts við viðleitni forseta til að koma á fundi og reyna að greiða fyrir þingstörfum og mislíkar það mjög.