143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

um fundarstjórn.

[18:50]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Það er gjörsamlega óásættanlegt að fundi sé haldið áfram. Í raun og veru gefur þetta manni ekki neitt annað en fyrirheit um að það sé nákvæmlega enginn vilji hjá hæstv. forsætisráðherra og hæstv. fjármálaráðherra til að koma til móts við tillögur stjórnarandstöðunnar. Það eina sem við fórum fram á var að formenn ríkisstjórnarinnar kæmu með það skriflega hvaða leiðir þeir sæju fyrir sér að hægt væri að fara. En undir lok fundarins var ljóst að hæstv. forsætisráðherra ætlar sér ekki að koma neitt til móts við stjórnarandstöðuna eða kröfuna í samfélaginu. Það hlýtur þá að vera svo að skilaboðin til okkar hér í þingsal séu að við förum í harkalega stjórnarandstöðu fram að vori. Það er bara þannig.