143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

um fundarstjórn.

[19:00]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Núna er klukkan orðin sjö, það er ekki búið að boða til kvöldfundar og það er stuttur tími eftir. Ég bið virðulegan forseta að taka það vel til umhugsunar í það minnsta að gera hlé á þessum fundi og að áfram verði reynt að ná samkomulagi í kvöld um meðferð þessa máls. Það er alveg ljóst og virðulegur forseti sér það jafn vel og við önnur hér inni, að það er ekki neinn bragur á því að ætla að hefja málefnalega, efnislega og góða umræðu við þessar aðstæður. Hér eru margar spurningar á lofti, það er óvissa um hlutina. Formenn stjórnarflokkanna þurfa að ræða betur saman og skoða málið áður en (Forseti hringir.) við hleypum því á dagskrá.