143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[19:34]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Þetta er orðin nokkuð ævintýraleg umræða í ýmsu tilliti. Í síðustu viku þegar verið var að ræða skýrslu utanríkisráðherra, skýrslu Hagfræðistofnunar um aðildarviðræðurnar, voru keyrðir fundir fram á nætur og sú sem hér stendur hélt ræðu eitthvað klukkan að verða þrjú um nótt, ágæta ræðu held ég bara þótt ég segi sjálf frá og með ágætum andsvörum, fékk fína umræðu, en mér finnst ekkert endilega mikill sómi að því að setja þingmenn í þá stöðu að vera svona klemmdir í tíma hvað það varðar.

Þess vegna spyr ég virðulegan forseta hvernig hún sjái þetta fyrir sér nú þegar klukkan er að nálgast átta og hvort ekki sé ágætt að láta þennan dag einfaldlega vera að kvöldi kominn. Eigum við ekki að láta þetta duga og reyna að byggja á þeim grunni sem við höfum í því að halda umræðunni áfram á morgun?